Þið eruð öll hálfvitar

blog archives

fólkið mitt
auspaus
ivar
sprell!!
Thordis
AudurJ
Hjalli
Thora
asa
olla
Eva magkona
Birta
Ingibjorg
Linda blinda


fyrsta utgefna verkid mitt!

maki minn

komid inn!

contact...
me
Tell me how much you like my blog. Hah!

This page is powered by Blogger.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Hestaraunir

Mamma hefur verið að skikka mig til að fara yfir gamalt dót í hennar húsi og henda eða hirða því sem ég á. Þar fann ég slatta af dagbókum frá mér, allt frá árinu 1986, þegar ég er 8 ára. Það eru óborganlegar heimildir, alveg magnað og varð til þess að ég ætla að þráast við þessi skrif mín sem ég hef alltaf haldið uppi með hléum stundum. Jæja, hvað um það, þegar ég var svona 12 ára hef ég verið með hestaeign á heilanum og var búin að gera allskonar lista yfir með hvaða ráðum ég gæti komist yfir minn eigin reiðhest og útlistingum á draumahestinum mínum. Á þessum tíma reið ég Trítli, pínulitlum höstum brokkara sem stundum hljóp e-ð út í loftið, snéri við, hoppaði inn um opin hlið og vildi stundum alls ekki fara neitt. En hann reyndist nú vel og gat alltaf hlaupið. Hann er ennþá til og er nú að ala Mola upp, en er búinn að vera á dauðadeildinni lengi. Pabbi á hann en mér finnst nú að ég eigi að losa okkur við hann því hann var fenginn handa mér.

Þegar ég les þetta sé ég alltaf betur og betur hvað ég var sjúk í hesta, líf mitt snerist varla um annað en það hjá okkur Unni og ég hef eiginlega lítið lagast. Fórum stundum 3svar á bak sama daginn, alltaf á nýjum hestum. Þá var til svo mikið af reiðhestum hinum megin. Ég lét Drottningu okkar eiga folald en það drapst úr lungnabólgu strax um haustið. Þrymur litli hefði verið 15 vetra. Svo gerði ég aðra tilraun með folaldseign hjá annarri meri en það varð ekkert folald úr því. Mamma vildi að ég biði með þessar hestakaupspælingar þangað til eftir fermingu enda áttu þau ekki krónu til að hjálpa mér. Viti menn árið eftir ferminguna kemur það til tals að Inga móðursystir og amma heitin ætli að koma með mótframlag á móti fermingarpeningunum mínum til hestakaupa.

Benni á Stað (betur þekktur sem Benedikt Líndal) var fenginn í að leita að hesti. E-ð ofmat sá mæti maður kunnáttu mína því hann fékk mér e-a skaðræðisskepnu í hendur sem hljóp nokkrum sinnum með mig yfir víðan völl og þegar ég hafði dottið af honum þá ákvað ég að skila honum, enda var sá stutti leirljósi villingur næstum búinn að þurrka út hjá mér áhugann á hestum fyrir lífstíð. Það var svo ekki fyrr en um haustið að Benni sá sér ekki fært annað en að selja mér einn af ferðahestunum sínum og þann hest tók ég með beint í Langavatnsdalsferð en hann heltist strax í villum okkar Unnar og við urðum að skilja hann eftir í Skarði. Þá hafði ég aðeins farið á hann smá spöl en hann var voða rólegur og ljúfur. Hann var svo tekinn heim með skurð í hóf og ég hafði hann heima í hesthúsi og hreinsaði á honum hófinn og bar í hann tjöru á hverjum degi í 2 vikur. Enda hefur hann ekki fengið illt í það síðan. Þessi rólegi hestur var nefndur Funi og hefur ekki vikið frá mér síðan. Hann hefur haft með sér ýmsa meðreiðarsveina í lengri ferðum en hann hefur alltaf verið aðal. Lengi hefur Funi verið gamall finnst mér, það er ég er alltaf að búast við að hann sé að detta úr myndinni, en hann tórir enn og gott betur. Í ferðinni upp á dal fyrir stuttu síðan hljóp e-r vitleysa í hann og hann ætlaði bara alls ekki með, reyndi sífellt að snúa við, ég ætlaði ekki að komast á bak honum, hann rauk heim á leið með hnakk og taum uppi, ég datt af baki og hestarnir sem ég teymdi á eftir. Sem betur fer stoppuðu þeir hjá á ekki langt frá og stelpurnar mínar, kúrekuðust á eftir þeim. Sá gamli orðinn leiður á þessari sömu ferð okkar ár eftir ár 15 árið í röð eða e-ð svoleiðis. Ferðin var hin besta, ég var með mesta vesenið að þessu sinni en það var mest Funa að kenna. Ég dett af honum svona reglulega þó hann sé alls ekki hrekkjóttur, það eru bara e-r snúningar á honum.

Þegn hinn nýji ætti að taka við hlutverki Funa á næsta ári en ég veit ekki hvernig það fer. Ég er e-ð bangin við hann. Eftir leiðina uppeftir um daginn var ég búin að ákveða að losa mig við hann því þetta þýddi ekkert, ég yrði alltaf hrædd við hann. Finnst alltaf eins og hann ætli að hlaupa e-ð út í loftið eins og hann gerði um daginn. Á leiðinni heim var hann mun ljúfari og ég fékk bakþanka yfir að hafa sagt Mæju að spyrja mág sinn hvort hann vildi ekki svona stóran og stæðilegan hest í leitir. Hins vegar lét ég dýralækni skoða hann fyrir ferðina og hann fann í honum 2 mjög stóra hlandsteina og það er því ekki skrýtið þó hann hafi verið kvekktur og hann gæti átt eftir að róast meira. Svo þegar heim kom ætlaði ég að taka mig á og fara að nota hann og komast að því hvernig hann væri svona í alvörunni, en þá var hann búinn að rífa undan sér skeifu again! Þannig að nú fæ ég ekki að vita það í bráð, því ég nenni að ekki að fara að láta járna einn fót fyrir nokkra reiðtúra. Sorrí þetta raus. Þetta hefur legið alveg gífurlega þungt á mér hvað ég eigi að gera og ég er búin að velta öllu mögulegu fyrir mér. Kaupa, selja, skipta setja í þjálfun, harka af mér og reyna þetta bara sjálf næsta vetur. Þetta er fínn hestur, ljúfur og góður og fullur orku að hlaupa, kannski full mikið fyrir minn smekk. Finnst eins og við eigum ekki alveg samleið. Er búin að vera að lesa mér til í hestamennskuna og sé að nánast enginn hestur er glataður, allt er hægt að laga. Æji, ég get talað um þetta endalaust. Unnur, Unnur hvar ertu nú????

posted by sigr� 7:00 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Well, well, look who always comes crawling back!

Er nú orðin löggilt ?heimavinnandi húsmóðir?, Ívar farinn að vinna í Varmó og við Ernir ein heima á daginn. Erum töluvert á rúntinum með mömmu og Sunnu og bætir það lífið töluvert. Ekki það að það sé nein skelfing að vera svona heima, en ég er nú ekkert sú besta í því að vera ein með svona lítið barn, það kemur mér svosem ekkert á óvart. Hann getur voða lítið gert greyið, ekki verið með mér úti eða þannig ef ég hef hugsað mér að gera e-ð, nema þá ef hann er sofandið í vagninum, sem er ekki svo oft. Svona 2-3 tímar einu sinni á dag svona samfleytt, svo er hann frekar óreglulegur þess fyrir utan.

Hefur tekið upp á því að vakna á nóttinni, sofa illa og gráta í tíma og ótíma og ekki hægt að leggja hann frá sér, það er langt síðan hann hætti að vakna á þessum tíma og var móðirin heldur úrill fyrir vikið. En nú er ég bara búin að stilla mig inn á þennan raunveruleika og þá lagaðist geðvonskan, þegar vökutíminn kemur manni ekki á óvart. Í nótt sváfum við mest af nóttinni hálfsitjandi í lazy boy stól því aðrar stellingar komu ekki til greina. Annars hefur mér fundist hann vera á hungurmörkum síðustu daga, alltaf svangur og er farin að gefa honum smá grautarsmakk, voða þunnt gutl með, en mér finnst samt eins og næturvaktir hans hafi byrjað upp úr því. Það fer nú upp í hann en töluvert út aftur, en hann tekur við og gapir yfir þessu.

Hann er algjör hlunkur og mig grunar að hluti af ástæðunni fyrir hnéleysi mínu þessa dagana sé sú að það er meira en að segja það að labba um og reyna að hugga 4 hveitipoka, því hann er orðinn meira en 8 kíló. Ég er heldur ekki sú léttasta á mér, er 8 kg of þung að mér finnst og er farin að minnka þetta svakalega át sem var á mér allan sólarhringinn fyrstu vikurnar. Það er magnað að hugsa til þess að ég var mun sprækari í skrokknum og liprari á meðan ég var ólétt heldur en núna, gigtin hefur tekið sig upp með áhlaupi og það er kominn vökvi í annað hnéð á mér og ég er sem Stekkjastaur á göngu. Á að hvíla mig en það er of gott veður til þess. Fólki eins og mér er ekki viðbjargandi.

posted by sigr� 6:57 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra þaðhome