Þið eruð öll hálfvitar

blog archives

fólkið mitt
auspaus
ivar
sprell!!
Thordis
AudurJ
Hjalli
Thora
asa
olla
Eva magkona
Birta
Ingibjorg
Linda blinda


fyrsta utgefna verkid mitt!

maki minn

komid inn!

contact...
me
Tell me how much you like my blog. Hah!

This page is powered by Blogger.

þriðjudagur, október 03, 2006
Annríki
Það er svo mikið að gera að ég nenni ekki í skólann í þennan grautfúla skyldukúrs, Rannsóknir og kenningar. Nafnið segir allt. Það eru svo mikil viðbrigði frá skemmtilega kúrsinum hans Magnúsar um daginn. Fór í fyrsta tímann hjá Má um daginn og ætlaði varla að meika það. Þetta er e-ð sem maður þarf að þrauka sem MA nemi en ég hefði viljað hafa þetta praktískara, um vinnubrögð og svona eins og Ívar er í. En þetta er bara e-ð bull um söguskoðun gamalla spekinga og ég hef engan áhuga á að fílósifera um svona furðulega hluti, hvað sé sannleikur, hvert er hlutverk sagnfræðinga, geta þeir verið hlutlausir og allt þetta kjaftæði sem við fórum yfir á 1. ári og ég hef lítinn áhuga að halda áfram að velta mér upp úr þessu. Hef meiri áhuga á upplýsingunum sjálfum.

posted by sigr� 4:28 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það fimmtudagur, september 07, 2006
Óþolinmæði

Í gegnum meðgöngu og fæðinguna var lítið sem kom mér á óvart, nema þá helst að fátt var eins slæmt og ég hafði haldið. Eftir að barnið kom í heiminn hefur þetta verið svona að mestu leiti eins og ég bjóst við, nema hvað núna þegar hann er orðinn 4 mánaða þá finnst mér hann vera full tímafrekur. Já, hljómar skemmtilega ég veit en stundum bara nenni ég ekki að vera alltaf með hann, mér finnst svo lítið hægt að láta hann eiga sig að dunda sér, hann vill alltaf vera að gera e-ð sem hann hefur enga getu í, honum leiðist bara að stara út í loftið, fyrir utan það að mér finnst hann grenja full mikið. Það getur vel verið að lífsreyndara fólk brosi að mér, en ég er samt ekki frá eyðieyju, ég veit vel að hann kvartar frekar mikið, honum líður bara ekki alltaf vel og er enn að fá töluvert magnaða magakveisu á kvöldin þar sem það er bara eins og hans síðasta stund sé að renna upp. En hann er alveg heilbrigður annars, tútnar út. Datt í hug að kíkja til hómópatans með hann, hann er orðinn full gamall til að vera með svona. Jæja, enn er ég farin að tala um barnið, en ég ætlaði að sjálfsögðu að tala um mig sjálfa! Ívar hefur e-r áhyggjur af að ég sé að sökkva í óyndi, að mér leiðist og sé þreytt á sál og líkama. En ég er ekki sammála því, mér finnst alltaf gaman að vera heima, finnst endalaust hægt að gera e-ð og heimilisverk pirra mig síður en svo, fíla það mjög vel að vera myndarleg húsmóðir og fara vel með peningana og svona. Það sem mér leiðist er semsagt að geta ekki komið meiru í verk af því sem mig langar að gera, bæði vegna drengsins og líka vegna þess að líkami minn er að niðurlotum kominn.

posted by sigr� 12:35 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Jú, í öðrum fréttum er það að Ingþór læknir stakk nál lengst inn í hnéskelina á mér og tappaði af mér 50 ml af extra liðvökva sem var búinn að koma sér þar vel fyrir og virtist ekki ætla að hypja sig. Það var orðið svo þrútið og stíft að ekki dugði annað en að taka þetta. Þrýstingurinn farinn og ég bara dálítið aum eftir nálarnar. Gengur illa að venja mig af því að vera hölt, en ég er ákveðin í að fara vel með mig í nokkra daga og láta þetta ekki koma fyrir aftur, nóg er ég nú samt lurkum lamin af þessari gigt minni, ég er alveg að gefast upp, er að verða vansvefta af verkjum. Það er komið út í það að ég hef ákveðið að taka aftur upp sykur/hveiti/ger lausakúrinn, drekka engiferte, borða vítamínin og allt sem mér dettur í hug til að reyna að laga þetta. Verst er að sennilega verð ég að vera á bakkanum í fyrsta sundtímanum hans Ernis á morgun út af stungusárunum.
posted by sigr� 12:34 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Best að leggja til hliðar hestaþráhyggjuna í bili, þó svo hún grasseri enn, og ég ligg nú í eiðfaxatímaritum frá bókasafninu. Ástæðan fyrir því að ég skrifa svona lítið þessa dagana er einfaldlega sú að eftir að ég gerðist heimavinnandi húsmóðir er afar fátt markvert sem gerist í lífi mínu. Stúfurinn er enn hálfgerður kartöflupoki sem rúllar um, t.d. datt hann úr sófanum á gólfið um daginn. Heyrðist dúnk og skaðræðisgól og ég fékk geðveikt samviskubit yfir því að hafa vanmetið hann í að færa sig úr stað og hélt ég hefði skemmt hann, að hann yrði þroskaheftur eða rangeygður eða álíka. En svo hætti hann nú að góla eftir stutta stund og ég sá að kúla myndaðist á enninu og hann hefur verið samur við sig eftir byltuna. Býst við að þetta verði fyrsta kúlan af mörgum, hann verður örugglega algjör tuddi. Ónei, ég er farin að blogga um barnið....shit.
posted by sigr� 12:33 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Hestaraunir

Mamma hefur verið að skikka mig til að fara yfir gamalt dót í hennar húsi og henda eða hirða því sem ég á. Þar fann ég slatta af dagbókum frá mér, allt frá árinu 1986, þegar ég er 8 ára. Það eru óborganlegar heimildir, alveg magnað og varð til þess að ég ætla að þráast við þessi skrif mín sem ég hef alltaf haldið uppi með hléum stundum. Jæja, hvað um það, þegar ég var svona 12 ára hef ég verið með hestaeign á heilanum og var búin að gera allskonar lista yfir með hvaða ráðum ég gæti komist yfir minn eigin reiðhest og útlistingum á draumahestinum mínum. Á þessum tíma reið ég Trítli, pínulitlum höstum brokkara sem stundum hljóp e-ð út í loftið, snéri við, hoppaði inn um opin hlið og vildi stundum alls ekki fara neitt. En hann reyndist nú vel og gat alltaf hlaupið. Hann er ennþá til og er nú að ala Mola upp, en er búinn að vera á dauðadeildinni lengi. Pabbi á hann en mér finnst nú að ég eigi að losa okkur við hann því hann var fenginn handa mér.

Þegar ég les þetta sé ég alltaf betur og betur hvað ég var sjúk í hesta, líf mitt snerist varla um annað en það hjá okkur Unni og ég hef eiginlega lítið lagast. Fórum stundum 3svar á bak sama daginn, alltaf á nýjum hestum. Þá var til svo mikið af reiðhestum hinum megin. Ég lét Drottningu okkar eiga folald en það drapst úr lungnabólgu strax um haustið. Þrymur litli hefði verið 15 vetra. Svo gerði ég aðra tilraun með folaldseign hjá annarri meri en það varð ekkert folald úr því. Mamma vildi að ég biði með þessar hestakaupspælingar þangað til eftir fermingu enda áttu þau ekki krónu til að hjálpa mér. Viti menn árið eftir ferminguna kemur það til tals að Inga móðursystir og amma heitin ætli að koma með mótframlag á móti fermingarpeningunum mínum til hestakaupa.

Benni á Stað (betur þekktur sem Benedikt Líndal) var fenginn í að leita að hesti. E-ð ofmat sá mæti maður kunnáttu mína því hann fékk mér e-a skaðræðisskepnu í hendur sem hljóp nokkrum sinnum með mig yfir víðan völl og þegar ég hafði dottið af honum þá ákvað ég að skila honum, enda var sá stutti leirljósi villingur næstum búinn að þurrka út hjá mér áhugann á hestum fyrir lífstíð. Það var svo ekki fyrr en um haustið að Benni sá sér ekki fært annað en að selja mér einn af ferðahestunum sínum og þann hest tók ég með beint í Langavatnsdalsferð en hann heltist strax í villum okkar Unnar og við urðum að skilja hann eftir í Skarði. Þá hafði ég aðeins farið á hann smá spöl en hann var voða rólegur og ljúfur. Hann var svo tekinn heim með skurð í hóf og ég hafði hann heima í hesthúsi og hreinsaði á honum hófinn og bar í hann tjöru á hverjum degi í 2 vikur. Enda hefur hann ekki fengið illt í það síðan. Þessi rólegi hestur var nefndur Funi og hefur ekki vikið frá mér síðan. Hann hefur haft með sér ýmsa meðreiðarsveina í lengri ferðum en hann hefur alltaf verið aðal. Lengi hefur Funi verið gamall finnst mér, það er ég er alltaf að búast við að hann sé að detta úr myndinni, en hann tórir enn og gott betur. Í ferðinni upp á dal fyrir stuttu síðan hljóp e-r vitleysa í hann og hann ætlaði bara alls ekki með, reyndi sífellt að snúa við, ég ætlaði ekki að komast á bak honum, hann rauk heim á leið með hnakk og taum uppi, ég datt af baki og hestarnir sem ég teymdi á eftir. Sem betur fer stoppuðu þeir hjá á ekki langt frá og stelpurnar mínar, kúrekuðust á eftir þeim. Sá gamli orðinn leiður á þessari sömu ferð okkar ár eftir ár 15 árið í röð eða e-ð svoleiðis. Ferðin var hin besta, ég var með mesta vesenið að þessu sinni en það var mest Funa að kenna. Ég dett af honum svona reglulega þó hann sé alls ekki hrekkjóttur, það eru bara e-r snúningar á honum.

Þegn hinn nýji ætti að taka við hlutverki Funa á næsta ári en ég veit ekki hvernig það fer. Ég er e-ð bangin við hann. Eftir leiðina uppeftir um daginn var ég búin að ákveða að losa mig við hann því þetta þýddi ekkert, ég yrði alltaf hrædd við hann. Finnst alltaf eins og hann ætli að hlaupa e-ð út í loftið eins og hann gerði um daginn. Á leiðinni heim var hann mun ljúfari og ég fékk bakþanka yfir að hafa sagt Mæju að spyrja mág sinn hvort hann vildi ekki svona stóran og stæðilegan hest í leitir. Hins vegar lét ég dýralækni skoða hann fyrir ferðina og hann fann í honum 2 mjög stóra hlandsteina og það er því ekki skrýtið þó hann hafi verið kvekktur og hann gæti átt eftir að róast meira. Svo þegar heim kom ætlaði ég að taka mig á og fara að nota hann og komast að því hvernig hann væri svona í alvörunni, en þá var hann búinn að rífa undan sér skeifu again! Þannig að nú fæ ég ekki að vita það í bráð, því ég nenni að ekki að fara að láta járna einn fót fyrir nokkra reiðtúra. Sorrí þetta raus. Þetta hefur legið alveg gífurlega þungt á mér hvað ég eigi að gera og ég er búin að velta öllu mögulegu fyrir mér. Kaupa, selja, skipta setja í þjálfun, harka af mér og reyna þetta bara sjálf næsta vetur. Þetta er fínn hestur, ljúfur og góður og fullur orku að hlaupa, kannski full mikið fyrir minn smekk. Finnst eins og við eigum ekki alveg samleið. Er búin að vera að lesa mér til í hestamennskuna og sé að nánast enginn hestur er glataður, allt er hægt að laga. Æji, ég get talað um þetta endalaust. Unnur, Unnur hvar ertu nú????

posted by sigr� 7:00 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Well, well, look who always comes crawling back!

Er nú orðin löggilt ?heimavinnandi húsmóðir?, Ívar farinn að vinna í Varmó og við Ernir ein heima á daginn. Erum töluvert á rúntinum með mömmu og Sunnu og bætir það lífið töluvert. Ekki það að það sé nein skelfing að vera svona heima, en ég er nú ekkert sú besta í því að vera ein með svona lítið barn, það kemur mér svosem ekkert á óvart. Hann getur voða lítið gert greyið, ekki verið með mér úti eða þannig ef ég hef hugsað mér að gera e-ð, nema þá ef hann er sofandið í vagninum, sem er ekki svo oft. Svona 2-3 tímar einu sinni á dag svona samfleytt, svo er hann frekar óreglulegur þess fyrir utan.

Hefur tekið upp á því að vakna á nóttinni, sofa illa og gráta í tíma og ótíma og ekki hægt að leggja hann frá sér, það er langt síðan hann hætti að vakna á þessum tíma og var móðirin heldur úrill fyrir vikið. En nú er ég bara búin að stilla mig inn á þennan raunveruleika og þá lagaðist geðvonskan, þegar vökutíminn kemur manni ekki á óvart. Í nótt sváfum við mest af nóttinni hálfsitjandi í lazy boy stól því aðrar stellingar komu ekki til greina. Annars hefur mér fundist hann vera á hungurmörkum síðustu daga, alltaf svangur og er farin að gefa honum smá grautarsmakk, voða þunnt gutl með, en mér finnst samt eins og næturvaktir hans hafi byrjað upp úr því. Það fer nú upp í hann en töluvert út aftur, en hann tekur við og gapir yfir þessu.

Hann er algjör hlunkur og mig grunar að hluti af ástæðunni fyrir hnéleysi mínu þessa dagana sé sú að það er meira en að segja það að labba um og reyna að hugga 4 hveitipoka, því hann er orðinn meira en 8 kíló. Ég er heldur ekki sú léttasta á mér, er 8 kg of þung að mér finnst og er farin að minnka þetta svakalega át sem var á mér allan sólarhringinn fyrstu vikurnar. Það er magnað að hugsa til þess að ég var mun sprækari í skrokknum og liprari á meðan ég var ólétt heldur en núna, gigtin hefur tekið sig upp með áhlaupi og það er kominn vökvi í annað hnéð á mér og ég er sem Stekkjastaur á göngu. Á að hvíla mig en það er of gott veður til þess. Fólki eins og mér er ekki viðbjargandi.

posted by sigr� 6:57 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það föstudagur, júlí 28, 2006
Gestagangur
Það stórkoslega við að eiga sitt eigið hús er að geta endalaust boðið fólki að poppa við án þess að vera að gera neinum grikk með því eða að bjóða því inn til foreldra sinna. Eftir hið gífurlega matarboð þar sem ég sló í gegn með mat og skemmtiatriðum í dýraríkinu.... þá hef ég fengið enn fleiri gesti, Auður, Óskar og Minna komu í gær og ég bakaði. Dúdda og Hörður Gunnar komu í dag og ég bauð þeim bara í hádegismat með körlunum (ívari og unnsteini) sem eru að vinna í húsinu. Svo erum við núna komin í Suðurhús í lokapartí Hiroki sem fer á morgun.

Skýrslan um hann er eftirfarandi; hann er hærri en Ívar sem kemur manni á óvart, en er að öllu leiti afar venjulegur og viðkunnalegur náungi, sem talar fína ensku og hefur mikinn áhuga á öllu og með ljómandi húmor. Kann mjög vel við hann.

posted by sigr� 11:27 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Dagskrá
Það sem var á dagskránni á miðvikudaginn var að allir brunuðu til Vestmannaeyja með flugvél frá Bakka og við eyddum þar deginum í sól og blíðu sem ferðamenn, við unga fólkið fórum í bátsferð í kringum Heimaey og það var afar ljúft. Að vanda endaði dagurinn á því að allt slektið kom í mat hjá formóðurinni og við flugum heim sama kvöld. Dagskrá upp á 16 tíma, enda svaf drengurinn lítið, en því betur daginn eftir. En hann var rosa góður í þessum stuttu flugferðum, heyrðist ekki í honum, var bara vakandi og starði á pabba sinn í fullri trú um að allt yrði í lagi.

posted by sigr� 11:20 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það mánudagur, júlí 24, 2006
Japaninn

Hiroki svili minn og Ragnheiður mágkona eru komin til landsins og Ragnheiður hefur skipulagt stífa skemmtidagskrá fyrir manninn. Á morgun er það Borgarfjörðurinn, hestbak á hestaleigunni á næsta bæ og svo matur handa öllu liðinu því tengdó og Binni koma með. Er búin að taka til og undirbúa matargerð, held áfram á morgun. Ég er svo upptekin alltaf, sérstaklega eftir að góða veðrið kom. Endalaust að gera e-ð, inni og úti en ég veit ekki hvort ég sé búin að ná upp blóðmagninu ennþá því ég er óttalega þreytt alltaf og að drepast úr hita. En ég reyni að hvíla mig inn á milli með Erni og borða og drekka vel, taka vítamín. En svo get ég auðvitað ekki tekið gigtarlyfin mín þannig að ég er ansi stirð og lurkum lamin, sérstaklega eftir að ég fór að ríða mikið út.

posted by sigr� 3:46 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Ævidraumar

Hafið þið sett ykkur markmið, eða séð fyrir ykkur e-ð ákveðið sem ykkur langar til að gera í lífinu? Það er ekki langt síðan ég mótaði tvennt slíkt, sem ég vil ná að gera í lífinu, e-ð sem mig hefur dreymt um síðan ég var barn: 1. synda með höfrungum 2. sjá fíla, ljón, gíraffa og allt það í sínu náttúrulega umhverfi. Nú höfum við Ívar ákveðið að byrja að safna fyrir S-Afríku ferð fyrir HM í fótbolta 2010, þannig að annar þessara drauma gæti ræst í ekki svo ókominni framtíð. Við Ernir myndum nú ekkert vera mikið að eltast við fótboltann. En í Kruger þjóðgarðinn við ég fara!!

posted by sigr� 3:44 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Bömmer

Þegar ég loksins fæ mömmu mína á hestbak þá fer e-ð í klúður. Ég var búin að lýsa því yfir að Þegn Hinn Nýji væri stöðugur sem klettur og fyrir hvern sem væri því hann var búinn að vera svo slakur í þau 2 skipti sem ég er búin að fara á hann. En á síðustu stundu skipti mamma sem betur fer um skoðun og ákvað að fara frekar á trausta góða Funa minn. Svo var Þegn bara með e-ð voða stess og læti, ég gerði e-ð vitlaust þegar ég fór á bak, rakst e-ð í hann og hann rauk af stað í átt að húsinu og sá svo að þangað gat hann ekki hlaupið og hætti snarlega við í fimlegu hoppi sem varð til þess að ég endaði í arfanum í réttinni. Ómeidd að vísu en ekki alveg sátt. Fór samt á bak aftur og við fórum í reiðtúrinn en han var voða skrýtinn, hræddur við allt því hann hafði ekki farið leiðina áður. Ég er ekki alveg sátt við þetta því ég er búin að vera rosa dugleg í hestamennskunni síðan ég lét járna og hef ekki fundið fyrir því að ég sé meiri skræfa en venjulega. Er búin að skipuleggja Langavatnsdalsferð, verður líklega sú síðasta sem Funi fær að fara. Ó, Funi minn!! Því getur þú ei lifað að eilífu???!! Ég fer strax að hugsa hvort ég geti losað mig við Þegn því hann er dálítið óútreiknanlegur sem er ekki alveg fyrir mig, en hann er svo yndislegur náungi. Svo lítill í sér. Æji, þetta er svo leiðinlegt.

posted by sigr� 3:43 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það föstudagur, júlí 14, 2006
Tilkynning fyrir hestaáhugafólk:

Folaldið mitt sem var meri en breyttist í hest hefur hlotið nafnið Moli, til heiðurs þeim heiðursketti sem áður hefur verið nefndur. Hann virðist ætla að verða bleikálóttur eða moldóttur, kemur í ljós og er sprækur sem lækur og pínir gömlu hestana til að leika við sig stanslaust því ekki er um önnur folöld að ræða og mamma hans gerir ekkert annað en að háma í sig allan daginn. Hann er rosa reistur eins og pabbinn og vonandi fær hann fleiri kosti frá honum, hef séð hann fara á öllum gangi, en aðallega brokki. Mamman er pínu þungbyggð og skeiðlagin eins og dóttir hennar líka, en hún virðist ætla að verða nokkuð þæg svona nýtamin þannig að þetta gæti orðið reiðhestur eða barnahestur því nú þarf að huga að slíku. Þeir eru fæddir sama árið, væri gaman ef þetta gæti orðið hesturinn hans. Draumaórar eru góðir í hófi.

posted by sigr� 5:29 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Húsmóðirin ég

Ívar hefur verið að vinna með Unnsteini í nokkra daga uppi í sveit í vikunni og við Ernir höfum verið tvö heima og haft það nokkuð gott. Ég er alltaf að hamast við að ?koma e-u í verk? hérna heima, úti sem inni; þrífa, þvo þvott, taka til, elda, klippa kanínur....bla, bla. Bakaði köku fyrir Ívar í kvöld en þegar hún var tilbúin var hann steinsofnaður í sófanum. Greyið litla. Þannig að ég sat ein að kökunni. Mér líður alveg hrikalega vel og ég er bjartsýn á haustið, finnst samt líklegt að ég þurfi að ýta á nemendaskrána aftur í sambandi við skráninguna, en ég skal komast í þessa kúrsa.

posted by sigr� 5:27 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Nú er nóg komið
Ég er farin að halda að forseti Írans hafi rétt fyrir sér: að það sé nauðsynlegt að þurrka út Ísraelsríki! Auðvitað meina ég ekki að varpa á þá sprengjum og drepa alla, en þetta eru ein verstu mistök sem alþjóðasamfélagið gerði á síðustu öld. Það hefði auðvitað átt að stoppa þá strax þegar þeir fóru að herja á Palestínumenn löngu fyrir seinni heimsstyrjöldina. Og að fólk hafi tekið þátt í þessari vitleysu með að þeir eigi e-a heimtingu á landi sem þeir eiga að hafa búið á fyrir 2000 árum. Burtséð frá því að slík rök hljóma fáránlega í nútímaheimi og þá ættu nú allir heimtingu á löndum annarra (við gætum tekið olíugróða Norðmanna) þá áttu Palestínumenn líka heima á þessu landsvæði á sama tíma og eru kallaðir Fíleistar í biblíunni.

Og Bush og félagar verð að halda áfram að réttlæta eigin baráttu gegn hryðjuverkum með því að lýsa því yfir að allir aðrir megi líka nota hvaða aðferðir sem er til að gera það sama. Málið er að það sem er í gangi núna eru alls engin hryðjuverk að mínu mati. Hisbollah tóku hermenn til fanga og ísraleski herinn ræðst inn í landið og er að skemma mannvirki og vegi. Þetta er bara gamaldags stríð, á milli opinbers hers og jú, að vísu eins konar skæruliða sem eru valdamiklir í Líbanon og stjórnin þar nær ekki að afvopna. Það er bara allt annað þegar herir og hernaðarmannvirki eru skotmörk, þau eru ?lögleg skotmörk?. Að vísu spáir ísralesher ekkert í það og dritar niður börn jafnt sem fullorðna.

Ísralesmenn og Bandaríkjamenn eru alveg að kúka í sömu buxurnar: eftir því sem þeir aðhafast meira og reyna að uppræta fleiri sem hljóta að vilja þeim mein, því fleiri óvini eignast þeir. Ef þú hefðir alist upp í flóttamannabúðum og foreldrar þínir líka og enginn skipti sér af því að afi þinn og amma voru rekin að heiman, myndir þú ekki hata þá sem væru ábyrgir? Fatta þeir ekki að þeir eru að framleiða hryðjuverkamenn?

Það kaldhæðnislega er að þegar ísraelsmenn tóku landið, þá drápu þeir fólkið sem bjó þar, flutti það nauðungarflutningum, stundaði hryðjuverk og annað ofbeldi til að hræða fólk af svæðinu. Svo tóku þeir traust taki eignir, hús og innistæður í bönkum þeirra sem horfnir voru. Hljómar þetta ekki afar kunnuglega? Þeir ættu að líta í eigin barm áður en þeir fara að fordæma SS sveitirnar segi ég nú bara.

posted by sigr� 5:23 e.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það fimmtudagur, júlí 06, 2006
Enn á austfjörðum

Gáfum skít í þjólagahátíðina á Siglufirði því það var allt svo fokdýrt þar og erum bara enn á Egilsstöðum í frábæru yfirlæti. Tókum því rosa rólega í dag, fórum á Seyðisfjörð og röltum um bæinn og svo á ströndina í Atlavík í Hallormsstaðarskógi í þessu geggjaða veðri sem er hérna.

Þar sá ég konu sem ég kannaðist svo við að ég fór að fylgjast með henni, jú aldur barnsins gæti passað, sennilega reykir hún og amma hennar og afi áttu örugglega svona tjaldvagn. Viti menn, þegar hún koma að sækja barnið sem var að leik við hliðina á okkur, sé ég að ekki er um að villast að þetta er engin önnur en Adda, eldgamla skólasystir mín úr Varmó. Við vorum samlokur í fyrndinni. Þannig að við kjöftuðum við hana í sólinni. Skemmtileg tilviljun.

Latest baby report: Ernir hefur gert það að dagvissum atburði að kúka af svo miklum krafti að það spítist upp á bak þó svo magnið sé ekki það mikið að slíkt sé nauðsynlegt. Þetta kallar á hinar mestu aðgerðir við hinar ýmsu aðstæður. Í dag vorum við bara út undir beru lofti í 20 stiga hita í skóginum, á Íslandi að hugsa sér!!

posted by sigr� 11:00 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það
Enn á austfjörðum

Gáfum skít í þjólagahátíðina á Siglufirði því það var allt svo fokdýrt þar og erum bara enn á Egilsstöðum í frábæru yfirlæti. Tókum því rosa rólega í dag, fórum á Seyðisfjörð og röltum um bæinn og svo á ströndina í Atlavík í Hallormsstaðarskógi í þessu geggjaða veðri sem er hérna.

Þar sá ég konu sem ég kannaðist svo við að ég fór að fylgjast með henni, jú aldur barnsins gæti passað, sennilega reykir hún og amma hennar og afi áttu örugglega svona tjaldvagn. Viti menn, þegar hún koma að sækja barnið sem var að leik við hliðina á okkur, sé ég að ekki er um að villast að þetta er engin önnur en Adda, eldgamla skólasystir mín úr Varmó. Við vorum samlokur í fyrndinni. Þannig að við kjöftuðum við hana í sólinni. Skemmtileg tilviljun.

Latest baby report: Ernir hefur gert það að dagvissum atburði að kúka af svo miklum krafti að það spítist upp á bak þó svo magnið sé ekki það mikið að slíkt sé nauðsynlegt. Þetta kallar á hinar mestu aðgerðir við hinar ýmsu aðstæður. Í dag vorum við bara út undir beru lofti í 20 stiga hita í skóginum, á Íslandi að hugsa sér!!

posted by sigr� 11:00 f.h.
Ef þú ert ekki sammála, nenni ég ekki að heyra það



home